Markaðurinn 2017 - Minni sala á milli ára

Nokkrar staðreyndir um markaðinn 2017

- Fasteignir seldust fyrir 370 milljarða árið 2017 en 350 milljarða árið 2016 á höfuðborgarsvæðinu.

- Um 7400 eignir skiptu um hendur árið 2017 en um 8000 árið 2016

Meðalupphæð kaupsamnings var um 50m árið 2017 en 44m árið 2016

- Rúmlega 12.000 kaupsamningum var þinglýst árið 2017 á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir tæplega 504 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern samning var um 42 milljónir króna. 

[email protected] 

 
 
 
Húsnæðismarkaðurinn næstu 3 árin - Spá Arionbanka
 
Greiningardeild Arion banka birti nýlega nýja skýrslu um íbúðamarkaðinn. Í skýrslunni má finna ýmsar upplýsingar um eftirspurn, verðþróun, áætlanir um byggingu íbúða og verðspá.
 
Helstu niðurstöður : 
 
Mestar hækkanirnar árið 2017 voru í úthverfum höfuðborgarsvæðisins og nágrannasveitarfélögum.
- Fátt bendir til verðlækkana á næstu árum.
- Íbúðafjöldi á landinu jókst um 1700 íbúðir á síðasta ári og aukið framboð er í farvatninu.
- Byggja þarf hátt í níu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2020
- Arion spáir 6,6% hækkun húsnæðisverðs í ár, 4,1% hækkun á næsta ári og 2,3% hækkun árið 2020. Útlit er fyrir að undir lok spátímans muni raunverð húsnæðis lækka á milli ára. 
 
 
 
 
Dýrustu heimili heims
 
Nýlega birti CBSNEWS lista yfir 10 dýrustu heimili heims. Þessi heimili eru í eigu þeirra allra efnuðustu.
 
Dýrasta heimili heims er í Mumbai , Indlandi og verðmetið á $ 1 milljarð ( 100 milljarðar ISK ) 
 
 
 
 
Góð þáttaka í könnun um fasteignamarkaðinn
 
Í janúar vorum við með könnun um fasteignamarkaðinn og erum við afar þakklát fyrir mikla og góða þáttöku. Allir þeir sem tóku þátt í könnun fóru í pott og dregin var út einn heppinn þáttakandi sem vann 30.000 gjafabréf hjá IKEA. Það var enginn annar en Björn Karlsson (mynd) sem vann í þetta skipti og er ég sannfærður um að hann hafi keypt sér eitthvað fallegt inná heimilið.
 
 
 
Helen Sigurðardóttir - nýr samstarfsmaður
 
Árið 2017 var afar gott hjá okkur og erum við þakklát fyrir hversu vel hefur gengið. Til að gera enn betur höfum við fengið Helen Sigurðardóttur í samstarf með okkur. Helen er hörkudugleg 28 ára kona sem klára löggildingu til fasteignasölu nú í vor. Hún starfar eftir okkar gæðastöðlum og mun aðstoða viðskiptavini að hámarka verðgildi eigna sinna.
 
 
 
 
K100 - Viðtal um hvernig maður fær besta verðið fyrir eignina sína
 
Kíkti í Magasínið hjá Mörtu Maríu og Hvata hjá K100. Get staðfest að þau eru góðir gestgjafar
 
 
 
 
Eignir væntanlegar í sölu
 
 • 2ja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur á góðu verði
 • 3ja herbergja í Hraunbæ
 • Penthouse íbúð miðsvæðis
 • Falleg 3ja herbergja íbúð í Asparfelli
 • Einbýlishús á einni hæð í Grafarvogi
 • 4ra herbergja með sér inngang og pall í Norðlingaholti
 • Raðhús í efra Breiðholti
 • Teljir þú að eignin þín eigi heima á þessum lista hafðu þá samband -  [email protected]
 
 
 
Viðskiptatorg
 
 • Eldra fólk leitast eftir 3ja herbergja í Urriðaholti
 • Fjölskylda leitast eftir 5 herbergja í Grafarvogi
 • Viðskiptavinur leitar að íbúð með útleigumöguleikum í 105 eða 108
 • Hjón með 2 börn leitast eftir rað/par í Staðarhverfinu í Grafarvogi
 • Ungt par í Austubæ Kópavogs leita eftir 4ra herbergja í Vesturbæ Kópavogs
 • Hjón í Reykási leita eftir einbýli í Árbæ í mögulegum skiptum
 • Erum með yfir 1000 manns á skrá sem eru að leita að fasteign. Vitir þú um einhvern í fasteignahugleiðingum hafðu þá samband
 
   www.fasteignafrettir.is    
 
 
 
 
Fréttaskot
 
 • 78% eigna seljast undir auglýstu verði
 • Fasteignasprengja á Spáni
 • 493 eignir seldust á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. 18% minni sala á milli mánaða
 • Um 13.000 sumarhús á Íslandi
 • Höfundur spáir stutta fasteignakreppu árið 2020/2021 af ástæðu sem fáir sjá fyrir
 • Aðeins 14 kaupsamningar á nýbyggingaíbúðum í febrúar
 • Ríkið hagnaðist um 11 milljarða á sölu fasteigna varnarliðsins
 • [email protected]
<< Til baka