Greiningardeild Arion banka birti nýlega nýja skýrslu um íbúðamarkaðinn. Í skýrslunni má finna ýmsar upplýsingar um eftirspurn, verðþróun, áætlanir um byggingu íbúða og verðspá.
Helstu niðurstöður :
- Mestar hækkanirnar árið 2017 voru í úthverfum höfuðborgarsvæðisins og nágrannasveitarfélögum.
- Fátt bendir til verðlækkana á næstu árum.
- Íbúðafjöldi á landinu jókst um 1700 íbúðir á síðasta ári og aukið framboð er í farvatninu.
- Byggja þarf hátt í níu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2020
- Arion spáir 6,6% hækkun húsnæðisverðs í ár, 4,1% hækkun á næsta ári og 2,3% hækkun árið 2020. Útlit er fyrir að undir lok spátímans muni raunverð húsnæðis lækka á milli ára.
|