Fyrstu kaup

Fyrstu fasteignakaupin eru alltaf mikilvægt skref.

Fyrstu kaup - Fasteignasala

Ferlið getur virst flókið og margt sem þarf huga að.
Margar spurningar vakna, eins og:
Hvað þarf ég að gera þegar ég finn eign?
Hvenær sæki ég um lán?
Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég skoða?
Hvað geri ég ef mér líst vel á eign?
Hvað gerir fasteignasalinn fyrir utan það að sýna eignina?

Það er alltaf best að byrja á því að koma á hreint hvað þú hefur efni á mikilli útborgun og hver greiðslugeta þín er á mánuði (sjá Íbúðalán)
Nú getur þú ákveðið verðbil sem hentar þér og þú miðar við þegar þú byrjar að leita að eign. Við mælum með því að þú prentir út "
Gott að hafa í huga" og ákveðir áður en þú byrjar þína leit nákvæmlega hverju þú leitar að. Þetta auðveldar ferlið töluvert.

Þegar þú hefur fundið eign sem þér líst vel á og langar að skoða, hringir þú einfaldlega í þann fasteignasala sem er með þá eign og biður um að fá að skoða.
Nú kemur sér vel að hafa prentað út "
Gott að hafa í huga" svo þú gleymir ekki neinu þegar þú skoðar eignina.

Þegar þú finnur drauma heimilið þitt.
Eins gott að þú reiknaðir út hver greiðslugeta þín var því nú er komið að því að gera tilboð.
Nú talar þú við fasteignasalann þinn og kynnir honum áhuga þinn á eigninni. Þið farið saman yfir ferlið sem nú tekur við og útbúið tilboð í sameiningu. 
Ef lán er annars vegar þarf setja inn "fyrirvara um fjármögnun" í tilboðið, hvað það gildir lengi og mögulegan afhendingardag.
Þegar tilboðið er samþykkt sækir þú um lán og ferð í greiðslumat.
Bankinn lætur þig svo vita hvernig greiðslumatið gekk og nú ert þú vonandi búinn að pakka og tilbúinn að flytja inn í drauma heimilið þitt !

 

Við erum spenntir að heyra í þér
Endilega sendu okkur línu hér fyrir neðan eða heyrðu í okkur í síma 450-0000.